sunnudagur, ágúst 31, 2008

nýjar myndir :)

komnar nýjar myndir í júlí og ágúst albúm :)

nú er allt að komast í samt horf á heimilinu! ;)

á vinnustaðnum ríkir hins vegar mikil óvissa...ef ráðamenn sjá ekki að sér og leiðrétta laun ljósmæðra hið snarasta, skellur á verkfall þann 4. sept. það mun síðan stigmagnast þar til kemur að allsherjarverkfalli í lok mánaðarins! ég verð að segja að ég er stolt af því að tilheyra svona sterkri stétt sem stendur 100% saman! við, og allar aðrar kvennastéttir megum ekki láta bjóða okkur meira misrétti!!! þetta starf er svooo gefandi og yndislegt og ég er svo glöð að njóta þeirra forréttinda að fá að vinna við það, en það getur líka sogið úr manni alla kraft, líkamlegan og andlegan og fyrir það (og 6 ára háskólanám b.t.w) viljum við mannsæmandi laun!

fimmtudagur, ágúst 28, 2008

botnlangabólga

já síðasta vika var viðburðarík. Óli minn fékk botnlangakast á fimmtudaginn síðasta, fór í akút aðgerð rétt fyrir miðnætti þann dag. við tók hjúkrun mikil hér á heimilinu og einstæð umsjá með 19 mánaða skriðdreka :) þrátt fyrir kærkomna hjálp fjölskyldumeðlima, hef ég gengið á bensíngufum síðustu daga. mér var t.d vorkennt mikið í gær þegar ég loksins mætti í vinnuna, spurð hvort ég væri kona eigi einsömul þar sem ég var svo grá og guggin! en þetta er allt að koma og Óli mætti í vinnuna í dag, laus við þetta ófétis "líffæri" sem botnlanginn er :)

fyrir utan þetta gengur lífið í skaftahlíðinni sinn vanagang. fer á næturvakt í Hreiðrinu í kvöld og fæ vonandi fæðingu, spontant og sprungulausa eins og við allar vonumst eftir :)

síðan tekur Akureyrin við þann 21. sept. í nóvember mun Óli svo sækja um í skólanum sínum í Skotlandi og fáum við síðan að vita af eða á í desember :) semsagt mikið og margt á döfinni!

Máni er eldhress og nú er svo komið að erfitt er að fá hann heim af leikskólanum þar sem hann skemmtir sér svo vel! hann er farin að tala heil ósköp og er voða duglegur að mynda setningar til þess að gera sig skiljanlegan. amk skilja foreldrarnir hann yfirleitt. sem dæmi má nefna ava bílinn bva bva, amma kaka, renna, lóló (róló), inni, úva (húfa), goh (skór), boh (bolti), eijei (einar), adda (adam), halli, obba (hoppa), diddídó (simpsons), nammi, meh (meira/mjólk) o.fl o.fl. síðan er hann með tvær í takinu á leikskólanum, þær Ellen og Eyju og er lítið talað um annað en þær stöllur :)