nýjar myndir :)
komnar nýjar myndir í júlí og ágúst albúm :)
nú er allt að komast í samt horf á heimilinu! ;)
á vinnustaðnum ríkir hins vegar mikil óvissa...ef ráðamenn sjá ekki að sér og leiðrétta laun ljósmæðra hið snarasta, skellur á verkfall þann 4. sept. það mun síðan stigmagnast þar til kemur að allsherjarverkfalli í lok mánaðarins! ég verð að segja að ég er stolt af því að tilheyra svona sterkri stétt sem stendur 100% saman! við, og allar aðrar kvennastéttir megum ekki láta bjóða okkur meira misrétti!!! þetta starf er svooo gefandi og yndislegt og ég er svo glöð að njóta þeirra forréttinda að fá að vinna við það, en það getur líka sogið úr manni alla kraft, líkamlegan og andlegan og fyrir það (og 6 ára háskólanám b.t.w) viljum við mannsæmandi laun!
