fimmtudagur, júní 19, 2008

smá fréttir

ég var í fríi 17. júní þannig að við fengum okkur göngutúr í bæinn. allt voða ljúft bara þann daginn :)

nú er ég í 80% vinnu á fæðingargangi og börnin orðin 15 sem ég hef tekið á móti, þar af 13 stúlkur. þær segja mér það eldri og reyndari ljósmæður að það boði á gott þegar nemi fær svona mikið af meyfæðingum! þetta er yndislegasta og besta starf í HEIMINUM og ég er svo þakklát fyrir að hafa drifið mig í námið þrátt fyrir hvað máni var lítill. en ég hefði líka aldrei getað þetta án hans óla míns :)

svo styttist óðum í kærkomið sumarfrí með mánanum mínum, 7. júlí ætlum við að knúsast saman heima og áfram næstu 4 vikurnar ;) hlakka mikið til!

óli minn fær ekki sumarfrí fyrr en í lok september, en þá ætlar hann að knúsa mánann á akureyri á meðan mamman vinnur sveitt við að taka á móti norðlenskum börnum í mánuð ;)

mánudagur, júní 16, 2008

myndir

nýjar myndir í maí og júní albúmunum :)
eigið góðan 17. júní!