Our corner in the world
föstudagur, mars 28, 2008
föstudagur, mars 14, 2008
myndir
nýjar myndir komnar í febrúar albúmið í myndir 5 og mars albúmið í myndir 6!
njótið vel og góða helgi :)
mánudagur, mars 10, 2008
ég tók á móti...
...mínu fyrsta valkeisara-barni á föstudaginn og rosalega þótti mér það skemmtilegt :) skurðstofu stemmingin á svo vel við mig! skrúbba sig inn og dressa sig upp...æði! þó ég taki auðvita náttúrulegu fæðingarnar fram yfir allt...náttúrulega ;)
síðan héldum við ljósu-systurnar árshátíð á laugardaginn og var hún ekki af verri endanum get ég sagt ykkur!
nú er ég tæplega hálfnuð með námið og hlakka svoooo til að klára það!!! þá get ég farið í þá % sem ég vil og knúsað mánann meira en ég get núna...og ennþá meira þegar við flytjum til skotlands!
því þó það sé skemmtilegt og gefandi þá held ég að ljósunámið og læknisfræðin séu minnst fjölskylduvænumst af öllu námi í háskólanum! ég er til dæmis að fara á kvöldvakt á eftir, sem þýðir að ég sé mánann minn ekki aftur fyrr en í fyrramálið :(
það eina sem huggar mig núna er hversu stutt er í páskafríið! fæ 6 heila daga með strákunum mínum :) get ekki beðið!!!

