föstudagur, apríl 27, 2007

MYNDIR

við erum búin að setja inn nýjar myndir :)
góða helgi!
***

miðvikudagur, apríl 25, 2007

gleðilegar síðbúnar sumaróskir...eða whatever :)

...ekki mikið að frétta héðan...
máni alltaf jafn yndislegur bara :)
...bíð enn eftir svari frá ljósmæðrunum...3 maí nálgast...
skírn 5 maí...fámennt en góðmennt þar...foreldrar okkar og systkyni bara...engin veisla...okkar stíll ;)
ungbarnasundið byrjar einhverntíman eftir miðjan maí, hlakka til!
æ nenni þessu ekki
hendi inn myndum við fyrsta tækifæri!
knús
***

mánudagur, apríl 16, 2007

mont

nú eru komnar nýjar myndir af gullmolanum ;)


af öðrum fréttum...þær í ljósmóðurfræðinni vilja taka tvær inn til viðbótar þetta árið, semsagt 12 stk! það verður lagt fyrir nefnd eins og allt annað í þessum háskóla! því fæ ég ekki svar fyrr en eftir 3 maí :/ en samt jákvætt að fleirum sé hleypt inn...enda skortur á ljósmæðrum eins og öllu öðru heilbrigðisstarfsfólki!



en tékkið á myndunum! hann verður sætari með hverjum deginum :) mér er alveg sama þó ég monti mig...það má vel vera að hverjum þyki sinn fugl fagur...en þessi fugl er eitthvað svo einstaklega vel heppnaður ;)




fimmtudagur, apríl 12, 2007

9 vikna skoðun, páskar, portúgal og ljósmæðraviðtalið

við fórum með mikael mána í 9 vikna skoðun í gær! (nú er hann orðinn 10 vikna). minn er orðinn 6040 gr og 61 cm! enda einkar duglegur að borða...eiginlega einum of síðustu viku...einhver vaxtarkippur í barninu ;)

annað er það í fréttum að páskahelgin var góð...kannski ekki mikill svefn sökum vaxtarkipps, en skemmtileg þó. fyrst komu góðar klemmur í heimsókn, þær berglind, hulda (og heiða dúllurassinn hennar), sara, nanna og sólveig og var rosa gaman að hitta þær allar! mikill söknuður þó í afgangs klemmur :) síðan var farið í heimsóknir til ömmu hans óla og eyva, pabba og einars og ma og pa hans óla og maríu...einkar skemmtilegt allt saman! ekki eins margir göngutúrar farnir og stefnt var að...aðeins einn...enn langur var hann og ég gat safnað nokkrum freknum :) þar hitti ég ljósmóðurina mína (þá sem var með mér lengstan hluta fæðingarinnar), hún vildi alveg tala við mig þannig að ég var kannski ekki eins hörmulega leiðinleg við hana og mér finnst ég hafa verið í minningunni ;)

síðan erum við litla fjölskyldan á leið til portúgal 10. júlí og er mikill spenningur fyrir þeirri ferð!

og svona að lokum...þá er ég enn á lífi eftir ljósmæðraviðtalið :) maður lærir nefninlega ýmislegt af sinni eigin meðgöngu og fæðingu sem greinilega nýtist vel í svona viðtal, þar sem ætlast er til að maður hafi myndað sér eigin skoðun á hinu og þessu! þær voru voða næs, buðu meira að segja upp á vatn og súkkulaði svo ekki liði yfir mann af stressi! þetta gekk semsagt betur en í fyrra, en hvort það var nóg til að koma mér inn í námið fæ ég ekki að vita fyrr en eftir helgi!

to be continued...

sunnudagur, apríl 01, 2007

...og enn fleiri myndir...

við mikael máni fórum í bað áðan...án efa skemmtilegasta bað sem við bæði höfum upplifað :) sérstaklega þegar minn pissaði...á það ekki að vera voða gott fyrir hárið annars? heyrði það einhversstaðar ;)