jamm og já!
ætli það sé ekki kominn tími á að maður skrifi eins og nokkur orð hingað inn, ef ske kynni að einhver annar en hún Íris mín lesi bloggið ennþá... ;)
nú get ég loksins andað aðeins áður en ég dreg mig inn í lokaverkefnisskelina...
ég er nefninlega BÚIN að taka embættisprófið og held það hafi bara gengið ansi vel :)
fæ e-mail í kvöld með einkunn...
þannig að að öllum líkindum get ég farið að kalla mig LJÓSMÓÐUR innan skamms :D
annars er lokaverkefnið þannig úr garði gert að maður fær til sína ókunnuga konu í mæðraskoðun með tóma skýrslu. maður á að skoða hana og ræða við hana og yfirleitt er eitthvað eitt eða tvennt undirliggjandi sem við þurfum að spotta. síðan kynnum við þessa konu fyrir framan prófnefnd 4 ótrúlega klárra kvenna og flottra ljósmæðra og helst eiga þær ekkert að þurfa að spyrja út í neitt, maður á bara að tala og tala. síðan dregur maður einn miða, jamm aðeins einn þrátt fyrir þvílíkan lestur um allskonar efni. en á þennan miða er eitt bráðatilfelli skrifað og við eigum að lýsa okkar viðbrögðum og þekkingu á viðfangsefninu. ég dróg hótandi fyrirburafæðingu...
ég er svoooo FEGIN að þetta er búið!
var einmitt að segja við mömmu í gær að það sé frekar klikkun en dugnaður að leggja þetta á sig! en svo ótrúlega þess virði samt! :)
Máni er nú samt búinn að vera hálf móðurlaus undanfarna mánuði og Óli ekki síður konulaus...ég hefði náttúrulega aldrei getað þetta án þessarar elsku!!!
en ég hlakka svo til að geta eytt meiri tíma með þeim núna og svo enn meiri tíma í skotlandi sem nálgast óðfluga! nú er bara að finna góðan leigjanda í íbúðina okkar og ef þið vitið um einhvern, endilega hafið samband!
af Mána er annars allt gott að frétta! hann er svo duglegur strákur og skemmtilegur og fallegur :D farinn að tala svo mikið og pæla í lífinu og tilverunni. þvílíkt sem maður er heppinn að mega verða foreldri!
en nóg í bili
lofa engu um það hvenær næstu færsla verður...
***